Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans.

Innlent
Fréttamynd

Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt

Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslensk erfðagreining ætlar að hætta að skima fyrir kórónuveirunni eftir eina viku. Fyrirtækið hefur umsjón með skimuninni sem fer fram á landamærum Íslands.Rætt verður við Kára Stefánsson og forsætisráðherra um ákvörðunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Stálu bíl og þóttust vera í fjöru­ferð

Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en meðal þeirra mála sem komu á borð hennar voru nokkur sem vörðuðu göngufólk sem var komið í ógöngur, umferðarslys og utanvegaakstur.

Innlent
Fréttamynd

Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu

Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins.

Innlent
Fréttamynd

„Samningurinn ekki pappírsins virði“

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt

Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að stinga starfsmann verslunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af manneskju í annarlegu ástandi sem tilkynnt var um að hefði komið inn í verslun í miðborginni og hótað að stinga starfsmann.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.