Körfubolti

Knúsaði menn fyrir leik til að mýkja þá upp

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Teitur Örlygsson var gestur Rikka G á fimmtudag.
Teitur Örlygsson var gestur Rikka G á fimmtudag. Vísir/Skjáskot

Teitur Örlygsson er goðsögn í íslenskum körfubolta og einn sigursælasti íþróttamaður landsins á seinni árum en hann lyfti Íslandsmeistaratitlinum alls tíu sinnum með uppeldisfélagi sínu, Njarðvík, á árunum 1984-2003.

Teitur var gestur Rikka G í Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld þar sem hann fór ítarlega yfir glæstan feril sinn og rifjaði upp margar skemmtilegar sögur.

Teitur er þekktur fyrir mikið keppnisskap en hann var meðal annars beðinn um að velja úrvalslið erfiðustu andstæðinganna sinna á ferlinum. Í þeirri umræðu rifjaði Teitur upp ákveðinn sálfræðihernað sem hann beitti.

„Ég notaði sálfræði mjög mikið, sérstaklega seinni árin. Þá vissi maður að sumir gæjar voru rosalega grimmir. Þá fór ég til þeirra fyrir leik, kallaði á þá, tók utan um þá og kjaftaði við þá og mýkti þá þvílikt upp. Þannig saug maður adrenalínið úr þeim og þeir þurftu kannski heilan hálfleik til að kveikja á sér aftur. Maður notaði alls konar svona,“ segir Teitur.

Klippa: Sportið í kvöld: Teitur um sálfræðihernaðinn innan vallar

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×