Formúla 1

Formúlan heldur áfram að fresta og fer í fyrsta lagi í gang í júní

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton keppir ekkert á næstunni.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton keppir ekkert á næstunni. vísir/getty

Formúla 1 hefur nú frestað níunda kappakstrinum vegna kórónuveirunnar en kappaksturinn í Montreal var í dag blasinn af.

Kappaksturinn er níundi kappaksturinn sem verður að aflýsa vegna faraldursins en keppnin átti að fara fram 14. júní. Taka þurfti ákvörðunina núna vegna utanumhalds í kringum keppnina.

Næsti kappakstur í formúlunni er því settur á 26. júní í Frakklandi en enn er óvíst hvort að sá kappakstur fari fram. Næst á eftir honum er svo ástralski kappsturinn þann 5. júlí.

Keppa á að fara fram á Englandi þann 19. júlí en SIlverstone hefur sagt að þeir hafi til enda apríl til þess að ákveða hvort að sú keppni fari fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×