Viðskipti innlent

Bein útsending: Peningastefnunefnd ræðir lækkun stýrivaxta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bauð viðstadda velkomna.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bauð viðstadda velkomna. vísir/vilhelm

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans skýra frá ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti á fundi sem hefst klukkan 10. Beina útsendingu frá fundinum má nálgast hér að neðan.

Með lækkuninni eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 1 prósent og hafa aldrei verið lægri. Samhliða þessu ákvað peningastefnunefnd að hætta að bjóða upp 30 daga bundin innlán.

Auk þess að ræða stýrivaxtalækkun og umrædd innlán mun nefndin gera grein fyrir efni maíhefti Peningamála, sem má lesa hér.

Beint streymi af fundinum úr Seðlabankanum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Fundurinn hefst sem fyrr segir klukkan 10.


Tengdar fréttir

Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×