Fótbolti

Spáir því að Sif verði for­­maður KSÍ fyrst kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sif hefur leikið 82 A-landsleiki.
Sif hefur leikið 82 A-landsleiki. vísir/bára

Í þætti gærdagsins af Sportinu í dag varpaði Henry Birgir Gunnarsson fram nokkuð áhugaverðum spádómi varðandi Sif Atladóttur, leikmann Kristianstad og íslenska landsliðsins.

„Ég ætla að gerast svo djarfur, þann 26. maí 2020, að spá því að Sif verði fyrsti kvenkyns formaður KSÍ,“ sagði Henry.

Sif er nýkomin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Þar hyggst hún leggja sérstaka áherslu á að berjast fyrir réttindum þungaðra fótboltakvenna eins og hún ræddi um í Sportinu í dag.

„Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu,“ sagði Sif.

„Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í.“

Sif er ólétt að sínu öðru barni og mun ekki leika með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hún hefur verið hjá félaginu síðan 2011.

Klippa: Sportið í dag - Spá um Sif

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×