Sport

Þurfti hjálp frá systur sinni til að komast í sturtu eftir bardagann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var óhuggulegt að sjá hausinn á Joönnu vaxa og vaxa allan bardagann.
Það var óhuggulegt að sjá hausinn á Joönnu vaxa og vaxa allan bardagann. vísir/getty

Joanna Jedrzejczyk, UFC-bardagakonan, lenti heldur betur í því er hún barðist við Weili Zhang á UFC 249 í marsmánuði.

Jedrzejczyk barðist allt til enda en Dana White, forseti UFC, sagði frammistöðu Joanna í bardaganum eina þá bestu sem hann hafði séð í sögu MMA en hún tapaði bardaganum á stigum.

„Ég var bara hólí, mólí. Ég leit út eins og geimvera,“ sagði bardagakonaní samtali við BBC Sport.

Tvíburasystir Joanna var með henni í Las Vegas þessa helgina og hún þurfti að hjálpa henni mikið. Hún þurfti að hjálpa henni í sturtu áður en þær fóru á spítalann saman.

„Einn daginn mun ég birta mynd af því hvernig ég leit. Þetta var svo fyndið því sumt fólk þekkti mig ekki einu sinni,“ sagði Joanna um útlitið á sér eftir bardagann.

„Þetta var svo vont. Í sekúndubrot hugsaði ég um hvort að ég ætti að stoppa en ég ákvað að klára bardagann. Ég ætlaði að eyða nokkrum dögum í Vegas með fjölskyldu!“ en eðlilega varð ekkert úr því því hún var út barinn.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×