Lífið samstarf

Ný lausn við skjáþreytu og augnþurrki

Provision
Mikil skjánotkun getur orsakað þreytu og þurrk í augum sem háir fólki í daglegu lífi.
Mikil skjánotkun getur orsakað þreytu og þurrk í augum sem háir fólki í daglegu lífi. Nordic photos/getty

Mikil skjánotkun getur orsakað þreytu og þurrk í augum sem háir fólki í daglegu lífi. Mikilvægt er að huga að augnheilsu og taka mark á merkjum eins og auknu táraflæði sem er vísbending um augnþurrk.

Augnvítamínin frá Viteyes hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og virkni en þau hjálpa til við enduruppbyggingu augna og hægja á augnbotnahrörnun. Blágeislavörn eða Blue light defender vítamín er ný vara á markaðinn frá Viteyes með sérstaka virkni gegn skjáþreytu en rannsóknir hafa sýnt að of mikið magn blárra geisla skaðar ljósgjarnar frumur í sjónhimnu.

Viteyes Blue light defender hlaupið inniheldur lútein og zeanaxantín til verndar augum gegn skaðlegum áhrifum blárra geisla. Einnig inniheldur hlaupið aðalbláber.

Blágeislavörnin fæst einnig í hylkjum, Viteyes Blue light defender+ og inniheldur þá að auki C-vítamín og Astrareal astaxantín.

Rannsóknir sýna að notkun blágeislavarnarglerja hjálpar til við augnþreytu og getur meðal annars skilað betri svefni.Provision

Blágeislavarnargler vinna á móti bláum geislum

Sérstakt blágeislavarnargler hjálpar einnig til við að vinna á móti áhrifum blárra geisla frá skjám. Samkvæmt rannsóknum* eru margar ástæður fyrir því að nota ætti blágeislavarnargler.

Koma í veg fyrir svefnleysi/-truflanir

Við framleiðum hormón sem heitir Melatonín í heilakönglinum. Melatonín hefur áhrif á líkamsklukkuna okkar og segir okkur hvenær við eigum að sofa og hvenær við eigum að vakna. Bláu geislarnir frá tölvum og öðrum skjám hafa áhrif á heilaköngulinn og framleiðslu á melatonín sem truflar svefninn og gæði svefns hjá okkur. Þess vegna er mjög gott að nota blue light blocking gler, sérstaklega á kvöldin.

Koma í veg fyrir augnþreytu

Ljósin frá skjám, sérstaklega með LED lýsingu sem lýsa stanslaust í augun valda þreytu í augunum. Með því að nota gulan filter eða blue light blocking gler má draga út ljósgeislunum sem streyma inn í augun og augun slaka því meira á.

Minnka líkur á þunglyndi

Rannsóknir sýna að ef einstaklingur með þunglyndi (og sérstaklega skammdegisþunglyndi) og jafnvel ADHD, notar gleraugu með blue light blockeringu í nokkra tíma á hverju kvöldi fyrir svefn,  verður svefnmunstrið betra og einkenni þunglyndis/ADHD minnka.

Minnkar líkur á augnbotna- (Macula) skemmdum

Aldurstengd augnbotnahrörnun er mjög stórt heilsuvandamál í heiminum, sérstaklega með hækkandi aldri mannkynsins.  Rannsóknir benda til þess að bláu geislarnir frá sólinni og skjám virðast vera meira skemmandi fyrir augnbotninn en venjulegir UV geislar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×