Viðskipti erlent

Luft­hansa segir upp 22 þúsund manns

Atli Ísleifsson skrifar
Flest stöðugildin sem um ræðir eru í Þýskalandi.
Flest stöðugildin sem um ræðir eru í Þýskalandi. Getty

Þýska flugfélagið hefur greint frá því að til standi að segja upp 22 þúsund manns þar sem félagið reynir að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

BBC hefur eftir fulltrúum Lufthansa að reiknað sé með að markaðurinn verði lengi að taka við sér og að búið verði að fækka í flugvélaflota félagsins um hundrað vélar að faraldri yfirstöðnum.

Reiknað er með að um helmingur þeirra stöðugilda sem lögð verða af séu í Þýskalandi og standi vonir til að samkomulag náist við stéttarfélög um uppsagnirnar fyrir 22. júní.

Talsmenn flugfélagsins segjast vilja standa vörð um eins mörg störf og mögulega hægt sé, en alls starfa um 135 þúsund manns hjá félaginu á heimsvísu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×