Viðskipti erlent

Breska hag­kerfið dróst saman um rúm 20 prósent í apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Við Trafalgar-torg í London.
Við Trafalgar-torg í London. Getty

Breska hagkerfið dróst saman um 20,4 prósent í aprílmánuði miðað við mánuðinn á undan og er það mesti samdráttur í breskri sögu.

Tölurnar sýna glöggt áhrif kórónuveirufaraldursins en Bretum var gert að vera meira og minna heima hjá sér og lamaðist þjóðfélagið nær algerlega.

Samdrátturinn í apríl er þannig þrisvar sinnum meiri en samdrátturinn í fjármálahruninu. Í upphafi faraldursins, eða frá febrúar og fram í apríl var samdráttur einnig töluverður, eða 10,4 prósent.

Eins og áður sagði lamaðist nær allt hagkerfið í Bretlandi en mesti samdrátturinn er í veitingarekstri, bílasölu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×