Lífið

Sykurlausir kanilsnúðar Röggu Nagla

Ragga Nagli skrifar
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi.
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi. Mynd/Ragga Nagli

Eru ekki allir komnir með ógeð af bananabrauði? Upp í kok af því að vökva súrdeigið í ísskápnum? 

Hvernig væri þá að skella í sykurlausa kanilsnúða sem eru margfalt betri en dísæta bakarísstöffið. Betri næring fyrir skrokkinn og algjört gúrmeti fyrir bragðlaukana.

Innihald:

3 dl ósætuð möndlumjólk (t.d Isola)50g kókosolía (t.d Himnesk hollusta)

20g ger1/2 tsk kardimommuduft eða dropar

1 egg1/2 dl sykurlaust síróp (t.d Good Good)

klípa Lífsalt100g haframjöl (mala niður í púður í blandara/matvinnsluvél)

200g kókoshnetuhveiti

Kanilkrem 1 dl sykurlaust síróp (má líka nota 120g döðlur)

50g möndlur25g kókosolía

2 tsk kanill

Ragga er dugleg að deila hollum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram.Mynd/Ragga Nagli

Aðferð:

Hita ofn í 180°Hita mjólk og kókosolíu saman þar til volgt

Leystu gerið upp.Blanda vel saman möluðu haframjöli, sírópi, kardimommum, egg og salti og uppleystu gerinu ásamt vökvanum.

Láttu hefast í 30 mínútur.

Á meðan geturðu klístrað saman kanilgúrmetinu.Hakkaðu möndlurnar

Blandaðu síðan öllu saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til komin gott klístrað kanilkrem.

Rúllaðu deiginu út í 30*40 cm ferhyrning.Löðraðu kanilkreminu yfir og rúlla saman.

Skerðu svo 2-3 cm stóra snúða, c.a 12-15 stkPenslaðu eggi yfir og baka í 12-15 mínútur.

Náðu svo í glas af ískaldri mjólk og gúffaðu þessum unaði í ginið í gæðastund og fullkominni núvitund.

Þessa má eiga í frysti og eina sem þarf að gera er að kippa út og þrykkja í örrann fyrir sykurlaust gúrmeti.


Tengdar fréttir

Samanburður

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi.

Nei án afsakana

Þegar þú segir JÁ við einhverju sem þú vilt ekki gera, hefur ekki umframorku fyrir eða tíma fyrir þá ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma, orku og athygli í sjálfan þig, eða fólkið í kringum þig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×