Skoðun

Maturinn og ég

Anna Claessen skrifar

Ketó, Vegan, Föstur

Hvað er matur fyrir þér? Hvað gerir hann fyrir þig?

Hvernig lítur þú á mat?

Næring hvað? Maturinn var óvinur minn áður fyrr, hann fitaði mig bara eða lét mér líða illa.

Ég var hrædd við að fitna. Tengdi það við sársauka og höfnun. Svo var ég magaverkabarn. Fékk í magann við hverju sem ég borðaði. Komst svo að því að ég væri með mjólkuróþol og lagaði matseðlinum að því.

Nú eru komin mörg ár síðan það hætti en ég hegða mér samt eins. Hverjir tengja?

Forðast ákveðinn mat af hræðslu við þennan magaverk.

Þú keyrir ekki bíl án orku (bensíns/dísel/rafmagns)? Af hverju ertu að gera það með líkamann?

Líkaminn þarf orku og hann fær það úr mat.

Fékk loks kjark til að prufa að smakka þann mat aftur og finna út hvaða áhrif matur hefur á mig. Og viti menn. Maturinn var ekki óvinurinn lengur. Ég fann mat sem hentaði maganum mjög vel en það tók þó nokkrar tilraunir.

Sest þú niður og borðar? Lokar augunum og tyggir matinn? Finnur bragðið í hverjum bita? Ég er svo vön að vera á hlaupum að mér finnst þetta erfiðasta æfingin. Njóta matarins. Hvað þá nota matartímann sem gæðastund. Geta notið stundarinnar með fjölskyldu og vinum. Lúxus.

Prufaðu, fylgstu með og finndu hvaða matur hentar þér. Mataræði fjölskyldunnar og vinanna gæti verið öðruvísi því við erum öll með öðruvísi líkama og þarfir.

Taktu þér tíma og njóttu matarins, Þú átt það skilið!



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×