Körfubolti

Nína Jenný til liðs við Val

Ísak Hallmundarson skrifar
Nína hefur samið við Valsliðið til tveggja ára
Nína hefur samið við Valsliðið til tveggja ára mynd/valur körfubolti

Valur hefur samið við miðherjann Nínu Jenný Kristjánsdóttur til tveggja ára. Nína lék með ÍR í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þar var hún með 13,4 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik. 

Nína er 23 ára en hún spilaði með FSU í yngri flokkum en lék með Vali tímabilið 2015-16 áður en hún fór í ÍR. 

Nína segir í tilkynningu frá Val að það verði gaman að vera partur af Valsliðinu. 

,,Ég er spennt fyr­ir kom­andi tíma­bili með Val. Valsliðið er skipað mjög sterk­um leik­mönn­um og verður gam­an að vera part­ur af liðinu á ný. Auk þess verður gam­an að halda áfram að spila und­ir stjórn Óla. Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu og hlakka mikið til að kom­ast aft­ur af stað eft­ir skrít­inn enda á síðasta tíma­bili,“ segir Nína en Ólafur Jónas Sigurðsson, nýráðinn þjálfari Vals, þjálfaði Nínu hjá ÍR síðustu þrjú ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×