Körfubolti

Martin spilar um þýska meistaratitilinn í beinni á Stöð 2 Sport

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson ætlar sér að verða þýskur meistari.
Martin Hermannsson ætlar sér að verða þýskur meistari. VÍSIR/GETTY

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitaleikjum Alba Berlín og Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn í körfubolta.

Fyrri leikurinn er á morgun kl. 18.30 og sá seinni á sunnudag kl. 13. Fara þeir báðir fram í Audi Dome í München líkt og aðrir leikir í úrslitakeppninni, og ráða samanlögð úrslit því hvort liðanna verður meistari. Leikirnir verða báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson er algjör lykilleikmaður í liði Alba Berlín sem þegar hefur tryggt sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta á leiktíðinni.

Hlé var gert á keppni í þýsku deildinni í mars vegna kórónuveirufaraldursins og ákveðið að leika ekki frekar í deildinni eftir að íþróttastarf fór í gang að nýju í Þýskalandi heldur fara beint í nýja útgáfu af úrslitakeppni. Tíu lið tóku þar þátt, átta þeirra komust úr riðlakeppni í útsláttarkeppni og nú standa tvö eftir. Alba Berlín vann nokkuð örugglega gegn Göttingen og Oldenburg á leið sinni í úrslitin en Ludwigsburg sló út Bayern München með miklum naumindum og vann einnig Ulm.


Tengdar fréttir

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×