Sport

Katrín um endur­komu Nico­le í Cross­Fit: Suma daga þá líkar mér við netið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja vill sjá Nicole aftur innan CrossFit-samtakanna.
Katrín Tanja vill sjá Nicole aftur innan CrossFit-samtakanna. vísir/getty

Netverjar hafa stofnað söfnun til þess að hvetja Nicole Carroll, fyrrum starfsmann CrossFit, að hætta við að hætta en hún hætti störfum á dögunum.

Nicole hafði verið yfirmaður æfinga (e. director of training) en hún sagði upp störfum í tölvupósti til starfsmanna sinna á sunnudagskvöldið eftir framkomu eigandas, Greg Glassmann.

Ástæða þess að Nicole ákvað að stíga niður fæti var hegðun Greg Glassmann en Nicole sagði í tilkynningu sinni að hún gæti ekki samþykkt að einn maður gengi svona fram, í forsvari fyrir 14000 íþróttafólk í yfir 150 löndum.

Glassmann ákvað hins vegar að selja CrossFit samtökin fyrr í vikunni eftir allt fjaðrafokið og nú er Eric Roza tekinn við. Því vill CrossFit-fólk fá Nicole aftur til starfa eftir eigendaskiptin.

„Okkkkay suma daga þá líkar mér mjög við netið,“ sagði Katrín Tanja er hún endurbirti mynd af söfnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×