Veður

Víða skúrir og hlýjast austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið eins og það lítur út um klukkan átta.
Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið eins og það lítur út um klukkan átta. Veðurstofan

Veðurstofan spáir fremur hægri, austlægri eða breytilegri átt í dag. Má búast við að víða verði skúrir, en samfelldari úrkoma norðvestantil eftir hádegi. Úrkomulítið verður austanlands fram á kvöld, en hitinn á landinu á bilinu 8 til 17 stig þar sem hlýjast verður austantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði norðaustan 5 til 13 metrar á sekúndu og úrkomulítið víðast hvar á morgun og líklegt að eitthvað sjáist til sólar suðvestantil á landinu.

„Hiti 14 til 19 stig sunnanlands, en heldur svalara fyrir norðan. Fer að rigna um landið sunnan- og austanvert annað kvöld.

Á sunnudag er svo útlit fyrir hlýtt veður og einhverja vætu í flestum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustan 5-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum V-lands. Fer að rigna SA-til um kvöldið. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á sunnudag: Norðaustan 8-15, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Rigning með köflum, en léttir víða til eftir hádegi. Hiti 10 til 22 stig, svalast við N- og A-ströndina.

Á mánudag: Norðaustan 8-15, en hægari SV-til. Dálítil væta um landið A-vert, en bjartviðri V-lands. Hiti 12 til 20 stig, en 6 til 11 stig NA-til.

Á þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en skýjað með köflum um landið A-vert. Hiti 5 til 14 stig, svalast við A-ströndina.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðlæga átt með skúrum S-lands. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×