Sport

Cam Newton á að fylla í skarð Bradys hjá Patriots

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Öðlast Cam Newton nýtt líf hjá New England Patriots?
Öðlast Cam Newton nýtt líf hjá New England Patriots? getty/Thearon W. Henderson

Leikstjórnandinn Cam Newton hefur náð samkomulagi við New England Patriots um eins árs samning við félagið samkvæmt heimildum ESPN.

Newton var látinn fara frá Carolina Panthers í vor eftir níu ár hjá félaginu. Hann var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar 2015. Sama ár komst Panthers í Ofurskálina.

Á síðasta tímabili missti Newton af fjórtán leikjum vegna meiðsla.

Hann á að hjálpa til við að fylla skarð leikstjórnandans Toms Brady hjá Patriots. Sem kunnugt er gekk hann í raðir Tampa Bay Buccaneers í vor eftir að hafa leikið með Patriots allan sinn feril og unnið sex meistaratitla með félaginu.

Patriots valdi ekki leikstjórnanda í nýliðavalinu í vor. Í leikmannahópi Patriots eru tveir leikstjórnendur; Jarrett Stidham og Brian Hoyer.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×