Lífið

Bubbi fékk afhenta platínumplötu fyrir Ísbjarnarblús

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bubbi Morthens, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds
Bubbi Morthens, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds Mynd/Berglaug Petra

Á föstudag fékk Bubbi Morthens afhenda platínuplötu fyrir fyrstu plötu sína, Ísbjarnarblús. Platínuplata er viðurkenning sem Félag Hljómplötuframleiðenda veitir fyrir plötur sem seljast í yfir 10.000 eintökum. Ísbjarnarblús á 40 ára afmæli um þessar mundir en hún kom út 17. júní 1980. 

„Platan olli straumhvörfum í íslenskri tónlistarsenu. Meðal laga á plötunni eru Ísbjarnarblús, Hrognin eru að koma, Jón Pönkari og Stál og hnífur. Í nóvember sama ár kom út platan Geislavirkir með hljómsveit Bubba, Utangarðsmönnum sem einnig er talin með áhrifamestu plötum sem komið hafa út á Íslandi,“ segir í tilkynningu um platínumplötuna.

Bubbi tilkynnti fylgjendum sínum þetta líka á Instagram með skemmtilegri mynd.

View this post on Instagram

#ísbjarnarblús40ára platínum

A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×