Innlent

Lilja í sóttkví eftir smit í nærumhverfi hennar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir er komin í sóttkví
Lilja Alfreðsdóttir er komin í sóttkví Vísir/Vilhelm

Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, er kominn í tveggja vikna sóttkví.

Frá þessu greinir Lilja á Facebook-síðu hennar í kvöld.

„Vegna COVID-19 smits í nærumhverfi mínu ákvað ég að fara í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ég fékk neikvæðar niðurstöður úr skimuninni í kvöld. Ég verð í sóttkví næstu tvær vikur,“ skrifar Lilja.

„Þessi staða er mikilvæg hvatning til okkar allra að gæta áfram sóttvarna. Öll viljum við halda áfram að njóta frelsisins sem fallega íslenska sumarið hefur upp á að bjóða,“ skrifar hún ennfremur.

Alls eru tólf virk smit og 434 í sóttkví samkvæmt tölum á Covid.is. Fjórir einstaklingar hafa greinst með kórónuveirusmit í tengslum við hópsmit sem kom upp á dögunum. Talið er líklegt að fimmta tilfellið sem kom upp í dag tengist einnig hópsmitinu en fjölmargir hafa þurft að fara í sóttkví frá því að hópsmitið kom upp.

Þá fóru fimmtán atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í sóttkví eftir að starfsmaður ráðuneytisins greindist með smit. Starfsmennirnir vinna allir á sömu hæð og sá sem smitaðist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×