Viðskipti innlent

Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, fylgist grannt með þróun mála í fluggeiranum.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, fylgist grannt með þróun mála í fluggeiranum. Stöð 2/Einar Árnason.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Hlutafjárútboð Icelandair með það að markmiði að ná inn nærri 30 milljörðum króna átti að hefjast í dag en í morgun tilkynnti félagið að því yrði frestað fram í ágúst. Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að félagið vinni nú með íslenskum stjórnvöldum og bönkum að útfærslu ríkisábyrgðar að láni til félagsins.

Rætt var við þá Boga Nils og Jón Karl í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér:


Tengdar fréttir

Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst

Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð.

Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag

Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×