Viðskipti erlent

Svíar og Danir setja um 180 milljarða í SAS

Atli Ísleifsson skrifar
SAS hefur líkt og flest önnur flugfélög verið í miklum rekstarvanda að undanförnu.
SAS hefur líkt og flest önnur flugfélög verið í miklum rekstarvanda að undanförnu. EPA

Stjórnvöld í Svíþjóð og Danmörku hafa aukið eignarhlut sinn í norræna flugfélaginu SAS eftir að þau settu samtals um 180 milljarða króna inn í félagið til að bjarga frá þroti.

Frá þessu segir í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í morgun.

Wallenberg-samtæðan lagði einnig til flugfélaginu fé, en í heildina nemur björgunarpakkinn um 204 milljörðum íslenskra króna.

Sænska og danska ríkið áttu fyrir hlutafjáraukninguna bæði um 15 prósenta hlut í SAS og Stofnun Knuts og Alice Wallenberg er þriðji stærsti hluthafinn með um 6,5 prósent eignarhluta.

SAS hefur líkt og flest önnur flugfélög verið í miklum rekstarvanda að undanförnu, sér í lagi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×