Innlent

Eld­varnataskan komin í leitirnar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglu hafði borist ábending um hvar töskuna væri að finna.
Lögreglu hafði borist ábending um hvar töskuna væri að finna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldvarnataskan, sem stolin var eftir að brotist hafði verið inn í bíl slökkviliðsmanns á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt, er komin í leitirnar.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, en greint var frá stuldinum á sama vettvangi í gær.

„Tveir félagar okkar úr Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komu í Skógarhlíðina í gærkvöldi með töskuna, þeim hafði borist ábending um hvar hana væri að finna,“ segir í nýju færslunni.

Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, til að mynda eldvarnagalli. „Gallinn var sérsaumaður og setur því starfsmanninn okkar í enn meiri vandræði sem okkur þykir miður,“ sagði slökkvilið í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×