Íslenski boltinn

Hjör­var um þriðja mark Víkings: „Gunnar í markinu er í tómu bulli“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óttar býr sig undir að skora markið.
Óttar býr sig undir að skora markið. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Gunnar Nielsen, markvörður FH, hafi verið í tómu bulli í þriðja marki Víkinga í gær en bikarmeistararnir unnu 4-1 sigur á FH í Víkinni í gær.

Mikið var rætt og ritað um þriðja mark Víkinga í leiknum en Óttar Magnús var þá fljótur að taka aukaspyrnu og skjóta boltanum í autt markið þar sem Gunnar stóð langt út úr markinu.

„Óttar er maðurinn í þessu Víkingsliði og það þarf að vera kveikt á honum til þess að þeir vinni leiki og það var heldur betur kveikt á honum í dag. Hann er klókur í þriðja markinu að sjá þetta,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max-tilþrifunum í gær.

„Gummi Kristjáns er eitthvað að röfla. Gunnar í markinu er í tómu bulli. Það er klókt af Óttari að ná í aukaspyrnuna og hér kemur Jóel litli á jogginu. Inn á völlinn með hann. Hvað er Gunnar að gera í markinu?“

Hjörvar sagði einnig að það hafi enginn áttað sig á stöðunni og farið niður á línuna er Óttar Magnús stillti boltanum upp og bjó sig undir að skjóta boltanum.

„Í eðli miðvarðar er að fara niður á línuna og lesa svona. Ég er viss um að Pétur Viðarsson eða Guðmann hefðu mögulega verið farnir niður á línu. Þetta er auðvitað algjört klúður. Þeir voru eitthvað ósáttir við þetta en við hvað eru þeir ósáttir?“

„Eina ástæðan fyrir því að ég bjóst við flauti hjá Pétri er að hann hleypur á vettvang, í stað þess að dæma bara. Hann hleypur þarna niður eins og hann sé að fara telja í vegg eða hvernig það sem er en annars sé ég ekkert að þessu marki.“

Klippa: PepsiMax-tilþrifin - Þriðja mark Víkinga


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.