Íslenski boltinn

Segir fyrsta alvöru próf Blika bíða fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna marki fyrr á leiktíðinni.
Blikarnir fagna marki fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Breiðablik hafi fengið þægilega byrjun í upphafi Pepsi Max-deildarinnar og að fyrsta prófið bíði um næstu helgi gegn KA á útivelli.

Breiðablik hefur byrjað mótið vel og er með níu stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Liðið er búið að vinna báða nýliðana; Gróttu og Fjölni á heimavelli auk sigurs á útivelli gegn Fjölni.

„Breiðablik er bara með miklu betri lið en þeir,“ sagði Hjörvar um leikinn í gær. „Þetta er búið að vera svo þægileg byrjun fyrir Blikana. Blikarnir verða mögulega testaðir eitthvað í næsta leik.“

„Þeir eiga þá KA á útivelli. Þeir voru ljónheppnir að vinna KA á útivelli í fyrra. Þeir hafa fengið nýliðana báða á heimavelli og svo Fylki úti. Það eru fyrstu þrír leikirnir en þeir hafa verið ákaflega sannfærandi í þessum fyrstu þremur leikjum.“

„Þetta er búið að vera þægilegt á margan hátt,“ en umræðuna um byrjun Blika sem og byrjunarliðið má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Hjörvar um byrjun Breiðabliks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×