Viðskipti innlent

Vonarstjarna til Viðskiptaráðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Steinar Þór Ólafsson, verðandi samskiptasérfræðingur hjá Viðskiptaráði.
Steinar Þór Ólafsson, verðandi samskiptasérfræðingur hjá Viðskiptaráði.

Steinar Þór Ólafsson, sem starfað hefur sem markaðsstjóri Skeljungs, tekur við stöðu samskiptafulltrúa Viðskiptaráðs í ágústlok. Áður hafði hann stýrt stafrænni markaðssetningu hjá N1 auk þess að hafa flutt fyrirlestra og pistla í útvarpi um vinnustaðamenningu.

Framganga hans í starfi skilaði honum á lista Góðra samskipta yfir 20 vonarstjörnur í viðskiptalífinu árið 2020, sem skipað er fólki sem miklar væntingar eru bundar við á næstu árum. Steinar Þór er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í íþróttavísindum frá tækni- og verkfræðideild HR.

Samhliða ráðningu Steinars hefur Konráð S. Guðjónsson tekið við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs frá og með 1. júlí. Konráð hefur starfað sem hagfræðingur ráðsins frá ársbyrjun 2018 og mun áfram gegna því hlutverki.

Konráð starfaði áður í þrjú ár sem sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Þar áður starf­aði hann um hríð sem hag­fræð­ingur á skrif­stofu for­set­a Tansan­íu, hjá Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands og var starfs­nemi hjá Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Íslands í í Úganda. Kon­ráð er með meistara­gráðu í hag­fræði frá Warwick háskóla í Bretlandi og BS-­próf í hag­fræði frá Háskóla Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.