Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr sigri meistaranna í Eyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Metta skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í Vestmannaeyjum í gær.
Elín Metta skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í Vestmannaeyjum í gær. vísir/hag

Íslandsmeistarar Vals gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og unnu 1-3 sigur á ÍBV í fyrsta leik 4. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í gær.

Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp eitt. Hún hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er markahæst í Pepsi Max-deildinni með sjö mörk.

Skagakonan Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði þriðja mark Vals eftir sendingu Elínar Mettu. Þetta var hennar fyrsta deildarmark fyrir félagið.

Valur hefur unnið alla fjóra leiki sína í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 14-2. Valskonur eru þremur stigum á undan Blikum á toppi deildarinnar. Breiðablik á þó leik til góða.

Grace Hancock skoraði mark ÍBV í leiknum í gær. Hún minnkaði muninn í 1-2 á 56. mínútu.

Eyjakonur unnu fyrsta leik sinn í Pepsi Max-deildinni en hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum.

Mörkin úr leiknum í Eyjum í gær má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals

Stjarnan og Selfoss mætast í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Stjarnan er með sex stig í 5. sæti deildarinnar. Bikarmeistarar Selfoss er í 6. sætinu með þrjú stig.

Þremur leikjum í 4. umferðinni var frestað vegna kórónuveirunnar. Þór/KA og Fylkir og Þróttur og Breiðablik áttu að mætast í gær og KR og FH í dag. Ekki eru komnar nýjar dagsetningar á leikina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×