Viðskipti innlent

Kemur nýr inn í hóp eig­enda EY

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Oddur Rafnsson.
Ragnar Oddur Rafnsson. EY

Ragnar Oddur Rafnsson hefur bæst í hóp eigenda hjá EY.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Ragnar Oddur hafi hafið störf hjá EY árið 2013 og hafi verið sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar frá árinu 2019.

„Hann er með Bsc. í rekstrar-og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 13 ár.

Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd margvíslegra áreiðanleikakannana og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Áður starfaði Ragnar hjá PwC.

Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og á fimm börn,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×