Fótbolti

KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Svona er íslenska landsliðstreyjan með nýja merkinu.
Svona er íslenska landsliðstreyjan með nýja merkinu. Vísir/KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina.

Merkið er margþætt en kynningarmyndband KSÍ má sjá hér að neðan. Merkið byggir á sögu lands og þjóðar. Þá verður hægt að nýta það á margvíslegan hátt og í raum hægt að skipta því niður í fjóra hluta, einn hluti fyrir hvern Landvætt Íslands.

Auðkenni KSÍ verða því tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Merkið er hannað af Brandenburg, en KSÍ samdi 2019 við aug­lýs­inga­stof­una um stuðning við mót­un, upp­bygg­ingu og þróun á vörumerkj­um sam­bands­ins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×