Innlent

Humarleiðangur Hafró gekk vel

Andri Eysteinsson skrifar
Humar á hafsbotni.
Humar á hafsbotni. Hafrannsóknunarstofnun

Fimmtugasti og annar árlegur humarleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar fór fram um miðjan síðasta mánuð en 10. til 19. júní var myndað á 85 stöðvum frá Jökuldýpi til vesturs og til Lónsdýpis í austri.

Haldið er til rannsókna á humri að vorlagi en í ár voru humarholur taldar með neðansjávarmyndavélum í fimmta skiptið.

Niðurstöðum rannsóknarinnar sem framkvæmd var í leiðangrinum verða kynntar í haust þegar farið hefur verið yfir allt myndefnið. Þá voru einnig tekin háfsýni til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu.

Leiðangurinn sem fór fram um borð í rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni HF 30 undir stjórn Jónasar Páls Jónassonar leiðangursstjóra og Ásmundar Sveinssonar skipstjóra, gekk vel. Nokkur humarskip voru á veiðum á vesturhluta veiðislóðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×