Íslenski boltinn

Svona er einkennistónlist íslensku fótboltalandsliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingaklappið er áberandi í nýrri einkennistónlist íslensku landsliðanna.
Víkingaklappið er áberandi í nýrri einkennistónlist íslensku landsliðanna. vísir/vilhelm

KSÍ kynnti í dag nýjan landsliðsbúning og nýtt landsliðsmerki. Ekki nóg með það heldur var nýr hljóðheimur landsliðanna einnig frumfluttur í dag.

Markmiðið með einkennistónlist landsliðanna er að skapa baráttuhughrif og er henni ætlað að gera upplifunina að horfa á landsleiki Íslands einstaka.

Hrynjandi einkennislagsins vísar til víkingaklappsins heimsþekkta. Einnig má greina áhrifahljóð úr íslenskri náttúru; veðurgný og náttúruumbrot.

Tónlistina samdi Pétur Jónsson. Hlusta má á hana hér fyrir neðan.

Klippa: Hljóðheimur íslensku landsliðanna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×