Viðskipti erlent

Tesla tekur fram úr Toyota

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta er Tesla.
Þetta er Tesla. EPA/ALEX PLAVEVSKI

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi heims. Tesla tekur þar með fram úr Toyota, þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn framleiði þrjátíu sínnum fleiri bíla og sé með tíu sinnum hærri tekjur en Tesla.

Hlutabréfaverð Tesla hefur farið hækkandi að undanförnu og náðum nýjum hæðum í dag þegar heildarvirði Tesla náði 209 milljörðum dollara eða um 29 þúsund milljörðum króna. Það er fjórum milljörðum dollara hærra en markaðsvirði Toyoyta.

Virði hlutabréfa Tesla hafa hækkað um 160 prósent frá ásbyrjun og segir í frétt BBC að það sé til marks um að fjárfestar hafi mikla trú á framtíð rafdrifna bíla. Tesla sérhæfir sig í framleiðslu slíkra bíla.

Tesla hefur hefur undanfarin ár tapað háum fjárhæðum en hefur skilað hagnaði síðustu þrjá ársfjórðunga. Árangur Tesla hefur meðal annars gert vart við sig hér á landi, en Tesla-bílar hafa að undanförnu verið þeir söluhæstu hér á landi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×