Viðskipti innlent

Innkalla CBD- fæðubótarefni fyrir gæludýr

Andri Eysteinsson skrifar
Um er að ræða fæðubótarefni fyrir bæði hunda og ketti.
Um er að ræða fæðubótarefni fyrir bæði hunda og ketti. Skjáskot/Andrá

Matvælastofnun ásamt heildversluninni Andrá ehf. hefur hafið innköllun gæludýrafóðurs sem inniheldur efnið CBD eða cannabidiol.

Fóðrið sem um ræðir, Cibapet CBD fæðubótarefni í bita og töfluformi fyrir bæði hunda og ketti hefur nú verið tekið úr sölu og auglýsingar fjarlægðar. Á vef Andrár segir að frágangi tilskilinna leyfa sé ekki lokið en smásali varanna hefur boðið kaupendum fulla endurgreiðslu.

Fyrirtækið Andrá auglýsti fæðubótarefnið ásamt tveimur öðrum á heimasíðum sínum og hafa þær auglýsingar verið fjarlægðar þar sem markaðssetning þess er óleyfileg.Matvælastofnun ásamt heildversluninni Andrá ehf. hefur hafið innköllun gæludýrafóðurs sem inniheldur efnið CBD eða cannabidiol.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×