Sport

Ásdís aldrei kastað jafn oft eins nálægt Íslandsmetinu

Ísak Hallmundarson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir virðist ætla að gera harða atlögu að Íslandmeti sínu.
Ásdís Hjálmsdóttir virðist ætla að gera harða atlögu að Íslandmeti sínu. VÍSIR/GETTY

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, hafnaði í öðru sæti á Leicht­athletik-mót­inu í Luzern í Sviss í dag. Hún kastaði fjórum sinnum yfir 60 metra en Íslandsmetið er 63,43 metrar, sem hún á sjálf. 

Evrópumeistarinn Christin Hussong frá Þýskalandi sigraði mótið en hún kastaði lengst 64,10 metra. Ásdís kastaði lengst 61,32 metra. Sú sem var í þriðja sæti, Annika-Marie Fuchs, kastaði lengst 59,03 metra.

Hér að neðan má sjá úrslitin og köst Ásdísar:

Ásdís endaði í öðru sætiSkjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×