Erlent

Vél Ry­anair þurfti að nauð­lenda á Grikk­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flugvél Ryanair sem var á leið frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki vegna skrítinnar lyktar um borð í vélinni sem ekki var hægt að bera kennsl á.
Flugvél Ryanair sem var á leið frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki vegna skrítinnar lyktar um borð í vélinni sem ekki var hægt að bera kennsl á. EPA-EFE/TOMS KALNINS

Flugvél Ryanair sem var á leiðinni frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki í kvöld með 164 manns um borð samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á Grikklandi.

Flugvélin gaf frá sér neyðarboð og óskaði eftir heimild til að nauðlenda þegar hún var á flugi yfir Halkidiki héraði á Grikklandi. Samkvæmt almannavarnaráðuneyti Grikklands varð áhöfnin vör við eld um borð í vélinni en talsmaður Ryanair sagði að ekki hafi kviknað eldur. Vélin hafi þurft að nauðlenda vegna skrítinnar lyktar sem ekki var hægt að bera kennsl á um borð í vélinni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×