Fótbolti

Messi hinkrar með að skrifa undir nýjan samning vegna vand­ræðanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi í sigrinum á Villareal í gær.
Lionel Messi í sigrinum á Villareal í gær. vísir/getty

Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, ætlar að bíða með að skrifa undir nýjan samning við félagið vegna vandræðanna sem félagið er í bæði innan sem utan vallar.

Real Madrid hafði betur gegn Bilbao í gær en síðar um kvöldið höfðu Börsungar betur gegn Villareal. Munurinn er því fjögur stig er fjórar umferðir eru eftir af spænska boltanum.

Núverandi samningur Messi rennur út árið 2021 en þá mun einnig forsetatíð Josep Bartomeu renna sitt skeið. Bartomeu hefur verið mikið gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar undanfarið og er Messi sagður vilja sjá hver verður nýr forseti.

Argentínumaðurinn verður 34 ára næsta sumar en hann er þó ekki sagður á förum frá Barcelona en það er mikið sem hefur farið í taugarnar á Messi að undanförnu.

Samfélagsmiðlamálið er eitt þeirra en forsetinn og hans menn eru sagðir hafa búað til dulda aðganga á Twitter til þess að gagnrýna stjörnur liðsins. Einnig fór í taugarna á Messi að félagið náði ekki að krækja í Neymar á ný og að honum hafi verið kennt um að Ernesto Valverde hafi verið rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×