Erlent

44 látnir eftir óveður í Japan

Atli Ísleifsson skrifar
Hitoyoshi á eyjunni Kyushu.
Hitoyoshi á eyjunni Kyushu. getty

Að minnsta kosti 44 eru látnir eftir að mikið óveður skall á suðurhluta Japan. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað rúmlega milljón manns að yfirgefa heimili sín vegna flóða og tíðra aurskriða.

Björgunarlið hefur átt í vandræðum með að ná til æákveðinna svæði, sér í lagi í Kumamoto, Kagoshima og Miyazaki á eyjunni Kyushu. Tíu er enn saknað á hamfarasvæðunum.

Staðfest er að fjórtán manns hafi látist á hjúkrunarheimili í Kumamoto.

Úrkoma í bænum Omura í Nagasaki hefur mælst 94,5 millimetrar á klukkustund og hefur flætt yfir stór svæði í kringum Kuma-fljót. Hafa borist fréttir af því að fjórtán brúm hið minnsta hafi skolað burt.

Búist er við að úrhellið haldi áfram á svæðinu og haldi yfir eyjuna Shikoku á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×