Fótbolti

Oxford og Wycombe mætast í úrslitaleik um sæti í 1. deildinni á Englandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Oxford fagna eftir að hafa unnið Portsmouth í vítaspyrnukeppni.
Leikmenn Oxford fagna eftir að hafa unnið Portsmouth í vítaspyrnukeppni. getty/Robin Jones

Oxford og Wycombe tryggðu sig áfram í úrslitaleik um sæti í næstefstu deild á Englandi í dag. 

Ákveðið var að klára ekki deildarkeppnina í C-deildinni eftir hlé sem var gert vegna Covid, heldur fóru efstu tvö liðin upp um deild og liðin í þriðja til sjötta sæti í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Ákveðið var að notast við meðalstigafjölda liðanna í leik þar sem ekki höfðu öll liðin leikið jafnmarga leiki.

Wycombe sem enduðu í 3. sæti tóku á móti Fleetwood sem enduðu í 6. sæti og liðin í 4. og 5. sæti voru Portsmouth og Oxford sem mættust sín á milli.

Wycombe vann fyrri undanúrslitaleikinn gegn Fleetwood 4-1 á útivelli og í kvöld gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Wycombe. Wycombe vann einvígið því samanlagt 6-3. 

Það þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit í leik Oxford og Portsmouth í kvöld en báðir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli. Oxford vann vítakeppnina 5-4 og mætir því Wycombe í úrslitaleiknum þann 13. júlí á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×