Erlent

Ný ríkisstjórn Frakklands kynnt

Andri Eysteinsson skrifar
Jean Castex er nýr forsætisráðherra Frakklands.
Jean Castex er nýr forsætisráðherra Frakklands. Vísir/EPA

Nýr forsætisráðherra Frakklands tilkynnti í dag skipan ríkisstjórnar sinnar. Einhverjar mannabreytingar hafa orðið en að sama skapi halda nokkrir ráðherrar stöðum sínum.

Jean Castex tók við embætti forsætisráðherra á föstudaginn af Edouard Philippe og er hann annar forsætisráðherra í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. France24 greinir frá.

Í nýrri ríkisstjórn Frakklands heldur Bruno Le Maire stöðu fjármálaráðherra og sömu sögu má segja um Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra, Olivier Véran heilbrigðisráðherra, Jean-MIchel Blanquer menntamálaráðherra og Florence Parly varnarmálaráðherra.

Lögfræðingurinn Eric Dupond-Moretti tekur við dómsmálaráðuneytinu og Roselyne Bachelot er nýr menningarmálaráðherra Frakka.

Barbara Pompili, fyrrum meðlimur græna flokksins, tekur við umhverfisráðuneytinu en fyrirrennari hennar, Elisabeth Borne, færir sig yfir í atvinnumálaráðuneytið. Gerald Darmanin tekur að sér innanríkisráðuneytið en talið er að mikið muni mæða á honum enda hefur lögreglan verið gagnrýnd harðlega undanfarið og fellur hún innan hans málaflokks.

Elisabeth Moreno tekur við sem jafnréttismálaráðherra og nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar hefur verið skipaður Gabriel Attal.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×