Íslenski boltinn

Gary Martin biður Leiknis­menn af­sökunar: „Er ekki stoltur af þessu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary skorar markið umdeilda.
Gary skorar markið umdeilda. vísir/skjáskot

Gary Martin skoraði kolólöglegt mark er ÍBV vann 4-2 sigur á Leikni í toppslag í Lengjudeildinni í gærkvöldi og hann hefur viðurkennt það sjálfur.

Staðan var 2-2 á 79. mínútu er fyrirgjöf kom frá hægri og Englendingurinn skilaði boltanum í netið með hendinni.

Klippa: Kolólöglegt mark hjá ÍBV

Hvorki Kristinn Friðrik Hrafnsson, dómari, né aðstoðarmenn hans þrír sáu eitthvað athyglisvert við markið og dæmdu það gott og gilt við litla hrifningu Leiknismanna.

Gary setti svo sjálfur á Twitter í gær að þetta væri ekki eitthvað sem hann væri stoltur af.

„Ekki stoltur af þessu. Ég er ekki svindlari og þetta eru bara viðbrögð. Fyrirgefið Leiknir,“ sagði Gary á Twitter.

Eyjamenn eru með tólf stig á toppi deildarinnar en Leiknir er í fjórða sætinu með sjö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×