Íslenski boltinn

Sjáðu marka­súpuna og at­vikin um­deildu úr leikjum gær­kvöldsins í Pepsi Max-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var mikil dramatík í Kópavogi í gær.
Það var mikil dramatík í Kópavogi í gær. vísir/daníel

Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins.

Flest mörk voru skoruð í stórleikjunum tveimur; í Kópavogi þar sem Breiðablik og FH mættust og í Víkinni þar sem Víkingur og Valur mættust.

Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Kópavogi en Valur vann 5-1 sigur á Víkingi. ÍA og HK gerðu 2-2 jafntefli upp á Akranesi og Grótta vann sinn fyrsta sigur í efstu deild er þeir unnu hina nýliðana, Fjölni, 3-0.

Öll mörkin og helstu atvik má sjá hér að neðan.

Klippa: Breiðablik - FH 3-3
Klippa: Fjölnir - Grótta 0-3
Klippa: Víkingur - Valur 1-5
Klippa: ÍA - HK 2-2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×