Innlent

Áreitti fólk á Austurvelli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi við Austurvöll upp úr klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá hafði verið að áreita fólk. Var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þá hafði lögregla einnig afskipti af pari í mjög annarlegu ástandi í Grafarvogi klukkan hálf átta í gærkvöldi. Parið var í bifreið á bílastæði, en maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna. Lögregla haldlagði bíllykla viðkomandi, vegna ástands fólksins.

Tilkynnt var um innbrot á heimili í Mosfellsbæ laust upp úr miðnætti. Búið var að sparka upp útidyrahurð íbúðarinnar, fara inn og stela verðmætum, en húsráðandi hafði ekki verið heima síðustu daga. Lögregla er nú með málið til rannsóknar.

Þá hafði lögreglan afskipti af fimm ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi og nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×