Atvinnulíf

Evian kynnir miðalausa brúsa

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Engir miðar lengur á vatnsbrúsum Evian.
Engir miðar lengur á vatnsbrúsum Evian. Evian

Vatnsframleiðandinn Evian stefnir að því að allir vatnsbrúsar þeirra verði 100% endurnýjanlegir fyrir árslok árið 2025. Nýverið náðist stór áfangi í þróun þar sem Evian kynnti til sögunnar nýja vatnsbrúsa sem ekki eru með vörumerkjamiðum á plastbrúsanum.

Í stað miða má sjá lógó Evian í plastinu sjálfu. Þessi breyting hljómar kannski einföld en í viðtali við Fastcompany segir alþjóðlegur vörumerkjastjóri Evian að þróun nýju plastbrúsanna hafi staðið yfir í um tvö ár.

Miðalausu vatnsbrúsar eru þó ekki fullkomlega endurnýjanlegir því þótt brúsarnir sjálfir séu úr endurnýjanlegu plasti og miðarnir farnir af, blasir enn við sú áskorun að framleiða tappa á brúsana úr endurnýjanlegu plasti.  Þá þarf að huga að öllu ferli við innpökkun og dreifingu brúsanna til söluaðila, áður en hringrásin telst fullkomlega endurnýjanleg.

Þótt Evian hafi kynnt nýju brúsana á dögunum eru þeir enn sem komið er aðeins í lítilli dreifingu því þá má aðeins sjá á völdum hótelum, veitingastöðum og hjá einstaka öðrum söluaðilum.  Þá er Evian einn þeirra framleiðenda í heiminum sem er að þreifa sig áfram með nýtt viðskiptalíkan sem byggir á að fólk kaupi sér áfyllingu frekar en nýja brúsa í hvert sinn. Breyttar söluáherslur eru því einnig liður í því markmiði Evian að ná 100% endurnýtingu fyrir árslok 2025. Þetta er háleitt markmið hjá Evian því í dag eru aðeins 10% af vatnsbrúsum þeirra úr endurnýjanlegu plasti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×