Íslenski boltinn

KR og Breiðablik hafa bæði aldrei tapað þegar Einar Ingi dæmir hjá þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Ingi Jóhannsson hefur dæmt í efstu deild undanfarin fjögur tímabil.
Einar Ingi Jóhannsson hefur dæmt í efstu deild undanfarin fjögur tímabil. Vísir/Daníel Þór

Einar Ingi Jóhannsson dæmir stórleik KR og Breiðabliks á Meistaravöllum í kvöld en þarna sækir topplið Pepsi Max deildar karla Íslandsmeistarana heim.

KR tekur á móti Breiðabliki í Vesturbænum í kvöld en með sigri geta Íslandsmeistarar KR jafnað topplið Breiðabliks að stigum.

Einar Ingi Jóhannsson fær það verkefni að dæma stórleikinn í kvöld en hann er á sínu fjórða tímabili sem dómari í efstu deild karla og leikurinn í kvöld verður hans 27. sem aðaldómari í úrvalsdeildinni.

Einar Ingi Jóhannsson hefur dæmd fimm leiki hjá KR í úrvalsdeild og fimm leiki hjá Breiðabliki. Liðin hafa unnið alla þessa leiki sína þegar Einar Ingi Jóhannsson nema þegar hann dæmdi innbyrðis leik liðanna árið 2018 og þau gerðu 1-1 jafntefli

Einar Ingi er að dæma í annað skiptið hjá þeim báðum á þessu tímabili en í fyrra skiptið unnið þau bæði nauma útisigra. Einar Ingi dæmdi leikinn þegar Breiðablik vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum og hann dæmdi leikinn þegar KR vann 2-1 sigur á ÍA á Akranesi.

Deildar- og bikarleikir Einars Inga Jóhannsonar hjá KR:

  • 2020: ÍA-KR 1-2
  • 2019: KR-ÍA 2-0
  • 2019: KR-Víkingur 1-0
  • 2019: ÍBV-KR 1-2
  • 2018: KR-Breiðablik 1-1

Deildar- og bikarleikir Einars Inga Jóhannsonar hjá Breiðabliki:

  • 2020: Fylkir-Breiðablik 0-1
  • 2019: Breiðablik-FH 4-1
  • 2019: Grindavík-Breiðablik 0-2
  • 2018: Breiðablik-Fylkir 2-0
  • 2018: KR-Breiðablik 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×