Jöfnunar­mark á 96. mínútu og United mis­tókst að komast í þriðja sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty

Manchester United mistókst að komast í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli á Southampton á heimavelli í kvöld.

Það voru gestirnir sem komust yfir strax á 12. mínútu. Paul Pogba missti boltann á slæmum stað, gestirnir brunuðu í sókn og Stuart Armstrong kom boltanum í netið.

Adam var þó ekki lengi í paradís því einungis átta mínútum síðar var allt orðið jafnt. Snörp sókn United endaði á því að Anthony Martial kom boltanum á Marcus Rashford sem skoraði.

Þremur mínútum síðar var United komið yfir. Anthony Martial kom sér þá inn á teiginn og kláraði færið vel. 2-1 í hálfleik en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma er Michael Obafemi jafnaði á 96. mínútu.

United er því áfram í 5. sætinu, nú með 59 stig. Leicester er í 4. sætinu með 59 stig og Chelsea er í því þriðja með 60 stig en United hefur ekki tapað leik eftir kórónuveiruhléið.

Southampton er í 12. sætinu með 45 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira