Körfubolti

Félagaskipti Martins ein af þeim tíu merkustu í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frammistaða Martins með Alba Berlin í vetur vakti athygli stærstu félaga Evrópu. Valencia endaði á því að krækja í kappann.
Frammistaða Martins með Alba Berlin í vetur vakti athygli stærstu félaga Evrópu. Valencia endaði á því að krækja í kappann. vísir/getty

Félagaskipti Martins Hermannssonar frá Alba Berlin til Valencia eru á meðan tíu merkustu félagaskipta í EuroLeague í sumar að mati EuroHoops, einnar virtustu körfuboltavefsíðu Evrópu.

Í síðustu viku var greint frá því að Martin hefði samið við Valencia eftir tveggja ára dvöl hjá Alba Berlin. Hann varð tvöfaldur meistari á seinna tímabili sínu hjá þýska félaginu.

Fjölmörg félög vildu fá Martin í sínar raðir en Valencia varð fyrir valinu. Hann var búinn að ákveða að fara til Fenerbache en snerist hugur og valdi Valencia eins og fram kom í viðtali við Vísi.

Martin lék vel með Alba Berlin í EuroLeague á síðasta tímabili sem var jafnframt hans fyrsta í þessari sterkustu deild Evrópu. Hann var með 10,9 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í EuroLeague á síðasta tímabili.

Á lista EuroHoops má einnig finna Derrick Williams, verðandi samherja Martins hjá Valencia. Spænska félagið fékk Williams frá Fenerbache. Hann var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011.

Martin er ekki eini leikmaðurinn sem Alba Berlin hefur misst í sumar. Á lista EuroHoops má einnig finna Litháann Rokas Giedraitis sem fór frá þýsku meisturunum til spænsku meistaranna í Baskonia.

Lista EuroHoops má finna með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×