Körfubolti

Westbrook greindist með veiruna við komuna til Orlando

Anton Ingi Leifsson skrifar
Westbrook í leik fyrr í vetur.
Westbrook í leik fyrr í vetur. vísir/getty

Russell Westbrook, leikmaður Houston Rockets, er með kórónuveiruna en þetta kom í ljós við komuna til Orlando.

NBA-liðin flykkjast nú til Orlando þar sem NBA-deildin mun klárast í Disney-landi en allir leikmenn voru prufaðir við komuna.

Westbrook greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi greinst við komuna til Orlando og því sé hann kominn í sóttkví núna.

Hann segist þó ætla að snúa til baka í búðirnar er hann sé ekki lengur með veiruna og þakkaði hann fyrir stuðninginn. Hann er átjándi NBA-leikmaðurinn sem greinist með veiruna.

Westbrook var stigakóngur deildarinnar tímabilin 2014/15 og 2016/17 en einnig var hann kosinn mikilvægasti leikmaðurinn tímabilið 2016/17 þegar hann spilaði fyrir Oklahoma City Thunder.

NBA stefnir á að byrja aftur að spila 30. júlí en deildin hefur verir í kórónuveiruhléi frá því 11. mars.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×