Innlent

Lilja fagnar frjáls­leikanum eftir fjór­tán daga sótt­kví

Sylvía Hall skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er laus úr sóttkví. Síðustu fjórtán daga hefur hún dvalið í sveitinni en hún kveðst vera spennt að snúa aftur í ráðuneytið á morgun.

Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist þakklát fyrir heilsuna og það að fá frelsið á ný. Fjarvinnan hafi haft ýmsa kosti en það verði gott að snúa aftur á vinnustaðinn.

Lilja ákvað að fara í sóttkví eftir að smit kom upp í nærumhverfi hennar. Hún fór í framhaldinu í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu og fékk neikvæðar niðurstöður. Hún ákvað þó að fara í sóttkví og sagði stöðuna mikilvæga hvatningu til þess að gæta áfram sóttvarna.

„Mitt fólk er allt við góða heilsu og fyrir það erum við þakklát og fögnum frjálsleikanum!“

Þá þakkar Lilja heilbrigðiskerfinu sem hún segir hafa sinnt sínum verkefnum vel. Íslensk erfðagreining hafi einnig unnið þrekvirki í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sem og það góða fólk sem þar starfar.


Tengdar fréttir

Fimm með veiruna við landamærin

Kórónuveiran greindist í fimm einstaklingum við skimun á landamærum í gær, þar af eru fjórir með mótefni og einn bíður eftir mótefnamælingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×