Íslenski boltinn

Fær Stefán Árni fleiri tækifæri á kostnað Óskars Arnar?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Árni Geirsson snýr á Damir Muminovic. Skömmu síðar lá boltinn í netinu hjá Breiðabliki.
Stefán Árni Geirsson snýr á Damir Muminovic. Skömmu síðar lá boltinn í netinu hjá Breiðabliki. vísir/bára

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók djarfa ákvörðun þegar hann setti hinn nítján ára Stefán Árna Geirsson í byrjunarlið Íslandsmeistaranna gegn Breiðabliki í stað fyrirliðans Óskars Arnar Haukssonar.

Stefán Árni þakkaði traustið og kom KR yfir strax á 2. mínútu eftir laglegan einleik. KR vann leikinn, 3-1, og fór upp í 2. sæti Pepsi Max-deildar karla.

Í Pepsi Max tilþrifunum í gærkvöldi velti Kjartan Atli Kjartansson því upp hvort Rúnar myndi veðja oftar á Stefán Árna en Óskar Örn í byrjunarliði KR í leikjunum gegn bestu liðum landsins.

„Ég veit ekki hvort það sé endilega að fara að gerast,“ sagði Atli Viðar Björnsson í þættinum í gær.

„En ég velti fyrir mér þegar við horfðum á leikinn áðan hvort Óskar Örn sé kominn á þann stað á sínum ferli að við sjáum minna og minna af honum. Auðvitað mun hann fá sína leiki en er kannski ekki með sömu orku í löppunum og hann hafði til að vera þessi lykilmaður sem hann hefur verið.“

Óskar Örn, sem er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild, hefur skorað eitt mark í fimm deildarleikjum í sumar.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Innkoma Stefáns Árna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×