Innlent

Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu

Sylvía Hall skrifar
Mælt er með því að farþegar geti sett upp grímu þegar margir eru í vagninum á sama tíma.
Mælt er með því að farþegar geti sett upp grímu þegar margir eru í vagninum á sama tíma. Vísir/Vilhelm

Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. Í lengri ferðum með landsbyggðarvögnum Strætó verður þó grímuskylda líkt og á við um áætlanaflug og ferðir með ferjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó í dag, sem þau segja vera lokatilkynningu. Þar er áréttað að það sé ákjósanlegt að farþegar noti grímu á háannatíma þegar margir eru í vögnunum og erfitt er að halda tveggja metra fjarlægð. Einnig er mælt með því að fólk í áhættuhópum noti grímu. 

Útgangspunkturinn er þó að enginn grímuskylda er í ferðum á höfuðborgarsvæðinu.

Börn fædd árið 2005 og seinna þurfa ekki að vera með grímu í landsbyggðarvögnum í lengri ferðum. Aðrir farþegar þurfa að útvega sér grímu sjálfir fyrir slíkar ferðir.

Farþegar eru beðnir um að huga að smitvörnum, passa upp á hreinlæti og nota ekki almenningssamgöngur ef grunur leikur á smiti.


Tengdar fréttir

Grímuskylda í Strætó dregin til baka

Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld.

Búðu til þína eigin grímu

Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.