Fótbolti

Öll Íslendingaliðin héldu hreinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar og félagar gerðu markalaust jafntefli í dag.
Aron Einar og félagar gerðu markalaust jafntefli í dag. Vísir/Getty

Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með fótboltaliðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað er lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al-Arabi spiluðu sinn annan leik eftir hina svokölluðu Covid-pásu. Gerði liðið markalaust jafntefli við Al Rayyan í efstu deild í Katar. Raunar hefðu Al-Arabi átt að hirða þrjú stig en vítaspyrna Hamdi Harbaoui í fyrri hálfleik geigaði.

Lokatölur því 0-0 og Al-Arabi er í 5. sæti með 25 stig þegar 19 umferðum er lokið. Al Rayyan er sem stendur í öðru sæti deildarinnar.

Ísak Snær Þorvaldsson kom inn af varamannabekk St. Mirren er liðið vann 1-0 sigur á Livingston í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar. Ísak Snær er á láni hjá St. Mirren frá Norwich.

Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í hjarta varnar Vålerenga er liðið vann þægilegan 3-0 útisigur á Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Vålerenga var 1-0 yfir í hálfleik en Njoya Ajara Nchout kom liðinu yfir á 11. mínútu. Hún var svo aftur á ferðinni á þeirri 74. áður en Rikke Marie Madsen gerði endanlega út um leikinn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.

Vålerenga er í 2. sæti deildarinnar sem stendur með 12 stig eftir fimm leiki. Rosenborg getur farið upp í annað sætið vinni það Klepp á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.