Fótbolti

Hólm­bert sagður á óska­lista liða á Ítalíu, í Belgíu og í Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert Aron Nettavisen.jpeg

Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Álasundar í norsku úrvalsdeildinni, er sagður á óskalista marga liða víðs vegar um Evrópu. Forza Italian Football greinir frá.

Hólmbert hefur raðað inn mörkum það sem af er tímabilinu í Noregi. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu níu leikjunum fyrir Álasund sem annars liggur á botni deildarinnar.

Samningur Hólmberts við félagið rennur út í desember og verði hann keyptur í sumarglugganum mun hann þar af leiðandi ekki dýr.

Parma, SPAL og Lecce, sem öll spiluðu í ítölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, eru sögð áhugasöm. Þau eru ekki þau einu sem fylgjast með Hólmberti en AZ Alkmaar í Hollandi og Gent í Belgíu eru einnig sögð áhugasöm.

SPAL spilar þó í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð og Lecce gæti einnig fallið í lokaumferðinni svo Parma er sagt vera númer eitt á óskalista Hólmberts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×